telephone Bókaðu núna í síma 51 777 95

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Fyrsti Nepalski veitingastaðurinn á Íslandi

Kitchen býður upp á fyrsta flokks Nepalska matargerð í fjölbreytileika sínum, þar sem Newari matseld fer fremst í flokki. Newari matargerð er mjög bragðmikil og talin heilsusamlegust af Nepalskri matseld og er því ekki að furða að hún er lang vinsælust þar í landi.

Eins og fyrr segir leikur Newari matur við bragðlaukana, þar sem notuð er sinneps olía og fjöldi krydda, svo sem: cumin, sesamfræ, turmeric, hvítlaukur, engifer, fennikka, lárviðarlauf, negull, kanill, pipar, chilli, sinnepsfræ og síðan en ekki síst er Lapsi (súraldin) mikið notað ásamt öðrum sérstökum jurtum og kryddum.

Allur maturinn er glútein-laus. Við gerum líka sérstaka aðlögun á matnum ef gestir taka fram að þeir hafi eitthvað ofnæmi. 

Nú getur þú einnig sótt matarpantanir til okkar til að borða heima!